Enski boltinn

Nauðsynlegur sigur hjá Guðjóni og félögum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Guðjón Þórðarson.
Guðjón Þórðarson.

Guðjón Þórðarson fagnaði sigri í kvöld þegar Crewe vann 1-0 útisigur gegn Southend í ensku 2. deildinni (C-deild). Eina mark leiksins kom þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik.

Þetta var heldur betur lífsnauðsynlegur sigur fyrir Crewe sem er í harðri fallbaráttu. Eftir þennan sigur er Crewe með 25 stig í 23. sæti (næst neðsta). Liðið er tveimur stigum á eftir Hereford og þremur stigum á eftir Brighton en fjögur neðstu liðin falla.

Guðjón hlýtur að gleðjast sérstaklega yfir því að Crewe náði að halda hreinu í kvöld en varnarleikur liðsins hefur verið mjög dapur á leiktíðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×