Innlent

Iðgjöld á bíla hækkað óeðlilega

Kristín María Birgisdóttir skrifar

Iðgjöld á bíla hafa hækkað óeðlilega undanfarin ár og bótastjóðir tryggingafélaganna hafa verið misnotaðir í gegnum árin segir framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Rökin fyrir hækkun gjaldanna á sínum tíma hafi aldrei staðist.

Í nýrri úttekt sem Félag íslenskra bifreiðaeigenda birti í blaði sínu í dag kemur fram að tjónakostnaður tryggingafélaganna á ökutæki hefur haldist svipaður frá árinu 1996 til 2007. Þar kemur fram að árið 1999 spáðu tryggingafélögin mikilli hækkun tjónakostnaðar á komandi árum í ljósi þess að skaðabótalögum var breytt sama ár, tjónþola til hagsbóta.

Tryggingafélögin sögðu nauðsynlegt að hækka iðgjöld ábyrgðartrygginga um 40 - 50% til að mæta þessum framtíðarkostnaði sem gæti orðið allt að helmingi hærri. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir gögn tryggingafélaganna hins vegar sýna að aukinn kostnaður hafi ekki orðið og síðustu þrjú ár hafi tjónakostnaður tryggingafélaganna á hvert ökutæki lækkað.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×