Enski boltinn

Lítt hrifinn af mat og kvenfólki á Englandi

AFP

Rússneski framherjinn Roman Pavlyuchenko hjá Tottenham hefur átt erfitt með að aðlagast breskum siðum síðan hann gekk í raðir Lundúnaliðsins í sumar.

"Ég er ekki hrifinn af enskum mat og úrvalið er ekki mikið þar sem við borðum á æfingasvæðinu. Það er mikið betri matur á æfingasvæði Spartak í Moskvu. Þeetta hefur samt skánað síðan konan mín Larisa kom til London og síðan er maturinn ekki jafn mikið vandamál," sagði hinn 27 ára gamli markahrókur.

"Larisa er góður kokkur og nú get ég borðað rússneska rétti heima. Það er eins og ég hafi aldrei farið frá Rússlandi," sagði Pavlyuchenko.

Hann er ekki sérlega hrifinn af ensku kvenfólki og ber þær ekki saman við konurnar í heimalandinu.

"Að sjálfsögðu eru þær sætari í Rússlandi - það er ekki hægt að bera þær saman," sagði framherjinn í samtali við Sun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×