Enski boltinn

Jafnt hjá Burnley og Coventry

Elvar Geir Magnússon skrifar
Aron í baráttunni í kvöld.
Aron í baráttunni í kvöld.

Aron Einar Gunnarsson og félagar í Coventry voru hársbreidd frá því að vinna sigur á Burnley á útivelli í ensku 1. deildinni í kvöld. Chris Eagles jafnaði fyrir Burnley í blálok leiksins og úrslitin 1-1.

Aron lék allan leikinn fyrir Coventry en Jóhannes Karl Guðjónsson var á varamannabekk Burnley og kom ekkert við sögu. Burnley er í 5. - 7. sæti deildarinnar með 51 stig en Coventry er í 14. sæti með 41 stig.

Önnur úrslit í ensku 1. deildinni urðu þau að Doncaster vann Bristol City 1-0, Watford vann Swansea 2-0, Plymouth tapaði fyrir Crystal Palace 1-3 og Sheffield Wednesday beið lægri hlut fyrir Barnsley 0-1.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×