Ólafur F. Magnússon krefst þess að Óskar Bergsson, formaður borgarráðs, segi af sér vegna þess sem að hann kallar misnotkun á mótttökustarfsemi og ýmsu öðru sem varði stjórn borgarinnar í tíð núverandi borgarstjórnar. Vísar Ólafur til þess að Óskar hafi haldið mótttöku þann 14. nóvember síðastlinni fyrir sveitastjórnarfulltrúa Framsóknarflokksins sem sátu ráðstefnu á vegum flokksins í Ráðhúsinu. Óskar Bergsson segir að hann, sem formaður borgarráðs, hafi rétt á að halda mótttökur á sínum vegum. Hann frábað sér síendurtekin upphlaup Ólafs F. Magnússonar í borgarstjórn.
Ólafur krafðist afsagnar Óskars Bergssonar
