Erlent

Táragasi beitt

Mótmælendur í búðum sínum í Neuhof-hverfinu í Strassborg. 
fréttablaðið/ap
Mótmælendur í búðum sínum í Neuhof-hverfinu í Strassborg. fréttablaðið/ap

P Lögregla beitti í gær táragasi til að dreifa grjótkösturum í liði mótmælenda, sem safnast hafa til Strassborgar við landamæri Frakklands og Þýskalands í tilefni af leiðtogafundi NATO sem þar fer nú fram.

Mótmælendur kveiktu í bálköstum úr timbri og drasli á götu sem liggur að búðum mótmælenda. Um 9.000 franskir og 15.000 þýskir lögreglumenn annast eftirlit á fundinum, sem hófst í Baden-Baden í Þýskalandi í gær og heldur áfram í Strassborg í Frakklandi í dag. „Sextíu ár eru of mikið!“ sungu mótmælendur. „Endalok NATO eru markmiðið.“- aa




Fleiri fréttir

Sjá meira


×