Meistararnir úr leik á Opna franska Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. júní 2009 16:02 Rafael Nadal og Ana Ivanovic kvöddu í gær. Nordic Photos / AFP Einhver óvæntustu úrslit síðari ára í tennisheiminum urðu á opna franska meistaramótinu í Roland Garros þegar að Rafael Nadal, meistari síðustu fjögurra ára, tapaði fyrir Svíanum Robin Söderling. Nadal hafði aldrei áður tapað viðureign á opna franska meistaramótinu í tennis en hann fagnaði sigri á mótinu árin 2005 til 2008. Til þessa hafði hann unnið allar sínar 31 viðureignir í keppninni. Nadal og Söderling mættust á móti í Róm fyrir mánuði síðan og þá vann Nadal örugglega, 6-1 og 6-0. „Ég sagði sjálfum mér að þetta væri bara eins og hver önnur viðureign. Ég reyndi að spila eins og ég væri á æfingavellinum. Ég byrjaði að öðlast trú á því að ég gæti þetta þegar ég komst í 4-1 í bráðabananum í fjórða settinu," sagði Söderling, sem vann í fjórum settum, 6-2, 6-7, 6-4, 7-6 „Ég ætlaði ekki að trúa þessu þegar ég vann síðasta stigið. Ég er svo stoltur af sjálfum mér. Þetta er stærsta stund ferils míns enda vann ég mann sem er sá besti á leir í sögunni." Nadal varð að játa að það var lítið sem kom honum á óvart í viðureigninni. „Ég þekki hans leikstíl og hversu hættulegur hann getur verið," sagði Nadal. „Mér leið vel þegar ég æfði í morgun en ekki á meðan viðureigninni stóð. Ég var langt frá mínu besta." Sigurvegarinn í einliðaleik kvenna á mótinu í fyrra, Ana Ivanovic frá Serbíu, féll einnig úr leik í gær. Þá tapaði hún fyrir Victoriu Azarenku frá Hvíta-Rússlandi. Ivanovic komst í gegnum þrjár fyrstu umferðir mótsins án þess að tapa lotu en átti svo lítið roð í Azarenku og tapaði, 6-2 og 6-3. Þess má svo einnig geta að Maria Sharapova er komin áfram í fjórðungsúrslit mótsins en hún féll niður í 102. heimslistans vegna rúmlega níu mánaða fjarveru þar sem hún var meidd á öxl. Erlendar Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Einhver óvæntustu úrslit síðari ára í tennisheiminum urðu á opna franska meistaramótinu í Roland Garros þegar að Rafael Nadal, meistari síðustu fjögurra ára, tapaði fyrir Svíanum Robin Söderling. Nadal hafði aldrei áður tapað viðureign á opna franska meistaramótinu í tennis en hann fagnaði sigri á mótinu árin 2005 til 2008. Til þessa hafði hann unnið allar sínar 31 viðureignir í keppninni. Nadal og Söderling mættust á móti í Róm fyrir mánuði síðan og þá vann Nadal örugglega, 6-1 og 6-0. „Ég sagði sjálfum mér að þetta væri bara eins og hver önnur viðureign. Ég reyndi að spila eins og ég væri á æfingavellinum. Ég byrjaði að öðlast trú á því að ég gæti þetta þegar ég komst í 4-1 í bráðabananum í fjórða settinu," sagði Söderling, sem vann í fjórum settum, 6-2, 6-7, 6-4, 7-6 „Ég ætlaði ekki að trúa þessu þegar ég vann síðasta stigið. Ég er svo stoltur af sjálfum mér. Þetta er stærsta stund ferils míns enda vann ég mann sem er sá besti á leir í sögunni." Nadal varð að játa að það var lítið sem kom honum á óvart í viðureigninni. „Ég þekki hans leikstíl og hversu hættulegur hann getur verið," sagði Nadal. „Mér leið vel þegar ég æfði í morgun en ekki á meðan viðureigninni stóð. Ég var langt frá mínu besta." Sigurvegarinn í einliðaleik kvenna á mótinu í fyrra, Ana Ivanovic frá Serbíu, féll einnig úr leik í gær. Þá tapaði hún fyrir Victoriu Azarenku frá Hvíta-Rússlandi. Ivanovic komst í gegnum þrjár fyrstu umferðir mótsins án þess að tapa lotu en átti svo lítið roð í Azarenku og tapaði, 6-2 og 6-3. Þess má svo einnig geta að Maria Sharapova er komin áfram í fjórðungsúrslit mótsins en hún féll niður í 102. heimslistans vegna rúmlega níu mánaða fjarveru þar sem hún var meidd á öxl.
Erlendar Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum