Meistararnir úr leik á Opna franska Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. júní 2009 16:02 Rafael Nadal og Ana Ivanovic kvöddu í gær. Nordic Photos / AFP Einhver óvæntustu úrslit síðari ára í tennisheiminum urðu á opna franska meistaramótinu í Roland Garros þegar að Rafael Nadal, meistari síðustu fjögurra ára, tapaði fyrir Svíanum Robin Söderling. Nadal hafði aldrei áður tapað viðureign á opna franska meistaramótinu í tennis en hann fagnaði sigri á mótinu árin 2005 til 2008. Til þessa hafði hann unnið allar sínar 31 viðureignir í keppninni. Nadal og Söderling mættust á móti í Róm fyrir mánuði síðan og þá vann Nadal örugglega, 6-1 og 6-0. „Ég sagði sjálfum mér að þetta væri bara eins og hver önnur viðureign. Ég reyndi að spila eins og ég væri á æfingavellinum. Ég byrjaði að öðlast trú á því að ég gæti þetta þegar ég komst í 4-1 í bráðabananum í fjórða settinu," sagði Söderling, sem vann í fjórum settum, 6-2, 6-7, 6-4, 7-6 „Ég ætlaði ekki að trúa þessu þegar ég vann síðasta stigið. Ég er svo stoltur af sjálfum mér. Þetta er stærsta stund ferils míns enda vann ég mann sem er sá besti á leir í sögunni." Nadal varð að játa að það var lítið sem kom honum á óvart í viðureigninni. „Ég þekki hans leikstíl og hversu hættulegur hann getur verið," sagði Nadal. „Mér leið vel þegar ég æfði í morgun en ekki á meðan viðureigninni stóð. Ég var langt frá mínu besta." Sigurvegarinn í einliðaleik kvenna á mótinu í fyrra, Ana Ivanovic frá Serbíu, féll einnig úr leik í gær. Þá tapaði hún fyrir Victoriu Azarenku frá Hvíta-Rússlandi. Ivanovic komst í gegnum þrjár fyrstu umferðir mótsins án þess að tapa lotu en átti svo lítið roð í Azarenku og tapaði, 6-2 og 6-3. Þess má svo einnig geta að Maria Sharapova er komin áfram í fjórðungsúrslit mótsins en hún féll niður í 102. heimslistans vegna rúmlega níu mánaða fjarveru þar sem hún var meidd á öxl. Erlendar Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira
Einhver óvæntustu úrslit síðari ára í tennisheiminum urðu á opna franska meistaramótinu í Roland Garros þegar að Rafael Nadal, meistari síðustu fjögurra ára, tapaði fyrir Svíanum Robin Söderling. Nadal hafði aldrei áður tapað viðureign á opna franska meistaramótinu í tennis en hann fagnaði sigri á mótinu árin 2005 til 2008. Til þessa hafði hann unnið allar sínar 31 viðureignir í keppninni. Nadal og Söderling mættust á móti í Róm fyrir mánuði síðan og þá vann Nadal örugglega, 6-1 og 6-0. „Ég sagði sjálfum mér að þetta væri bara eins og hver önnur viðureign. Ég reyndi að spila eins og ég væri á æfingavellinum. Ég byrjaði að öðlast trú á því að ég gæti þetta þegar ég komst í 4-1 í bráðabananum í fjórða settinu," sagði Söderling, sem vann í fjórum settum, 6-2, 6-7, 6-4, 7-6 „Ég ætlaði ekki að trúa þessu þegar ég vann síðasta stigið. Ég er svo stoltur af sjálfum mér. Þetta er stærsta stund ferils míns enda vann ég mann sem er sá besti á leir í sögunni." Nadal varð að játa að það var lítið sem kom honum á óvart í viðureigninni. „Ég þekki hans leikstíl og hversu hættulegur hann getur verið," sagði Nadal. „Mér leið vel þegar ég æfði í morgun en ekki á meðan viðureigninni stóð. Ég var langt frá mínu besta." Sigurvegarinn í einliðaleik kvenna á mótinu í fyrra, Ana Ivanovic frá Serbíu, féll einnig úr leik í gær. Þá tapaði hún fyrir Victoriu Azarenku frá Hvíta-Rússlandi. Ivanovic komst í gegnum þrjár fyrstu umferðir mótsins án þess að tapa lotu en átti svo lítið roð í Azarenku og tapaði, 6-2 og 6-3. Þess má svo einnig geta að Maria Sharapova er komin áfram í fjórðungsúrslit mótsins en hún féll niður í 102. heimslistans vegna rúmlega níu mánaða fjarveru þar sem hún var meidd á öxl.
Erlendar Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira