Innlent

Guttormur varð eldi að bráð

Eldtungurnar frá Guttormi sviðu bíl Atlantsolíu sem lagt var skammt frá.
Eldtungurnar frá Guttormi sviðu bíl Atlantsolíu sem lagt var skammt frá.

Kveikt var í útilistaverkinu Guttormi í Húsdýragarðinum í Laugardal í fyrrinótt. Listaverkið, sem var smíðað af íbúum í Laugarneshverfi og vígt í júní síðastliðnum, er nú rústir einar. Litlu munaði að eldur bærist í bíl Atlantsolíu sem lagt var nálægt Guttormi.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var næturvörður í Húsdýragarðinum staddur í hinum enda garðsins þegar hann varð eldsins var um tvöleytið í fyrrinótt. Slökkvilið kom á staðinn og slökkti eldinn. Sökudólganna er enn leitað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×