Innlent

Siv og Guðmundur styðja ESB tillöguna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðmundur Steingrímsson styður ESB þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar. Mynd/ GVA.
Guðmundur Steingrímsson styður ESB þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar. Mynd/ GVA.
Guðmundur Steingrímsson og Siv Friðleifsdóttir þingmenn Framsóknarflokksins hafa bæði lýst yfir stuðningi við þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um aðild að Evrópusambandinu. Þau lýstu yfir stuðningi sínum á þingfundi fyrr í dag.

Síðari umræða um málið hófst á Alþingi laust eftir hádegið með því að Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar, gerði grein fyrir nefndaráliti meirihluta utanríkisnefndar um málið. Vafi hefur verið talinn leika á því hvort þingsályktunartillagan yrði samþykkt. En ljóst er að með stuðningi þessa tveggja framsóknarmanna aukast líkurnar á því að sótt verði um.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×