Innlent

Mikil aðsókn á landsfund

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og Geir H. Haarde forsætisráðherra stinga saman nefjum á landsfundi 2005. Fréttablaðið/Valli
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og Geir H. Haarde forsætisráðherra stinga saman nefjum á landsfundi 2005. Fréttablaðið/Valli

Allflest félög í Sjálfstæðisflokknum hafa gengið frá skráningu landsfundarfulltrúa sinna samkvæmt upplýsingum sem fengust á skrifstofu flokksins. Mikill áhugi á fundinum er talinn stafa af stöðu efnahagsmála á Íslandi auk þess sem ákvarðanir um stefnu flokksins í Evrópumálum liggja fyrir fundinum.

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram í Laugardalshöll 29. janúar til 1. febrúar næstkomandi en þessum 38. landsfundi flokksins var flýtt um níu mánuði vegna aðstæðna í þjóðfélaginu. Vel á annað þúsund fulltrúar eiga sæti á landsfundi og eru þeir valdir af kjördæmisráðum eða kosnir af einhverju þeirra 148 sjálfstæðisfélaga sem starfandi eru á landinu. Að auki eru þeir sem sitja í flokksráði sjálfkjörnir á landsfundi. - ovd




Fleiri fréttir

Sjá meira


×