Erlent

Fannst fjórum árum eftir andlát

Isabella Purves
Isabella Purves

Hin áttatíu og níu ára gamla Isabella Purves fannst látin á heimili sínu í Edinborg í Skotalandi fyrir stuttu. Aftur á móti fannst hún fjórum árum eftir að hún lést.

Það var ekki fyrr en nágranni hennar á neðri hæðinni varð var við vatnsleka sem farið var inn í íbúð Isabellu. Lögreglan þurfti að ryðjast inn og vaða póst síðastliðinna fjögurra ára.

Það var þá sem þeir sáu hina illa útleiknu Isabellu.

Þegar líf hennar var skoðað kom í ljós að ellilífeyrinn hennar var lagður beint inn á reikning en ekki sóttur eins og oft er siður í Skotlandi.

Margir ráðamenn tjáðu sig um andlát Isabellu og sögðu hann sorglegan vitnisburð um félagslega einangrun eldri borgara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×