10 bestu endasprettir United 27. apríl 2009 11:19 Cristiano Ronaldo reif sig úr treyjunni þegar hann fagnaði um helgina AFP Manchester United átti ótrúlegan endasprett gegn Tottenham um helgina þegar liðið lenti 2-0 undir en vann leikinn 5-2. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem liðið tryggir sér sigur með frábærum endaspretti. Breska blaðið Daily Telegraph tók saman tíu eftirminnilega endaspretti sem lið Manchester United hefur átt á síðustu árum, en eins og flestir stuðningsmenn United vita var þetta ekki í fyrsta sinn sem United sallar fimm mörkum í röð á Tottenham eftir að hafa lent undir. Man Utd 2 - Sheffield Wednesday 1 (úrvalsdeildin 1993) John Sheridan kom Wednesday yfir með marki úr vítaspyrnu í síðari hálfleik en varnarjaxlinn Steve Bruce skoraði tvö skallamörk í uppbótartíma og tryggði liðinu sigurinn. Mörk Bruce lögðu grunninn að fyrsta titli United í 26 ár. Man City 2 - Man Utd 3 (úrvalsdeildin 1993) United var slegið út úr Evrópukeppninni af Galatasaray í vikunni áður og lenti 2-0 undir á gamla Maine Road. Það var hinsvegar hinn ótrúlegi Eric Cantona sem fór fyrir liðinu á frábærum endaspretti þar sem harðjaxlinn Roy Keane skoraði sigurmarkið í blálokin. Newcastle 0 - Man Utd 1 (úrvalsdeildin 1996) Newcastle hafði betur fyrsta klukkutímann í æsilegum titilslag á St. James´ Park en Peter Schmeichel varði eins og berserkur í marki United. Það var svo frábært mark frá Eric Cantona sem skoraði sigurmark United og lagði grunninn að hruni Newcastle þetta árið. Juventus 2 - Man Utd 3 (undanúrslit meistaradeildar 1999) Juventus komst snemma í leiknum í 2-0 og þegar Roy Keane fékk að líta gult spjald virtust vonir United um þrennuna renna út í sandinn. Keane skoraði hinsvegar skallamark og þeir Andy Cole og Dwight Yorke tryggðu United glæsilegan sigur og sæti í úrslitunum. Man Utd 2 - Liverpool 1 (4. umferð enska bikarsins 1999) United lenti undir þegar Michael Owen skoraði eftir aðeins þrjár mínútur og virtist vera á leið úr keppni. Dwight Yorke jafnaði hinsvegar þegar tvær mínútur voru eftir og allt leit út fyrir að liðin þyrftu að mætast aftur á Anfield. Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær kláraði leikinn fyrir United í uppbótartíma, níu mínútum eftir að hafa komið inn sem varamaður. United fagnar Evróputitlinum 1999AFP Bayern Munchen 1 - Man Utd 2 (úrslitaleikur meistaradeildar 1999) Þetta var ef til vill besti endasprettur í sögu United, en hann átti sér stað í úrslitaleik meistaradeildarinnar á Nou Camp í Barcelona. Bayern var komið með aðra höndina á Evrópubikarinn eftir mark Mario Basler snemma leiks, en tvö mörk á þremur mínútum í blálokin frá Teddy Sheringham og Ole Gunnar Solskjær tryggðu United sigurinn og þrennuna. Montpellier 0 - Man Utd 2 (evrópukeppni bikarhafa 1991) Franska liðið var betri aðilinn í 1-1 jafntefli liðanna á Old Trafford í fyri leiknum, en Clayton Blackmore og Steve Bruce tryggðu liðinu óvæntan sigur í síðari leiknum í Frakklandi. Tottenham 3 - Man Utd 5 (úrvalsdeildin 2001) United virtist dauðadæmt eftir að hafa lent undir 3-0 á útivelli í fyrri hálfleik, en fimm leikmenn United komust á blað í ótrúlegum síðari hálfleik. Andy Cole, Laurent Blanc, Ruud van Nistelrooy, Juan Sebastian Veron og David Beckham skoruðu allir í síðari hálfleiknum, Porto 0 - Man Utd 1 (meistaradeild 2009) United var ekki sannfærandi í fyrri leik liðanna á Old Trafford og þurfti að gera það sem engu ensku liði hafði tekist í síðari leiknum - vinna útileik gegn Porto. Eitt fallegasta og eftirminnilegasta mark Cristiano Ronaldo tryggði liðinu farseðilinn í undanúrslitin. Arsenal 1 - Man Utd 2 (undanúrslit enska bikarsins 1999) United virtist í vondum málum eftir að Roy Keane var rekinn af velli og til að bæta gráu ofan á svart, gaf Phil Neville Arsenal víti með því að brjóta af sér í lokin. Peter Schmeichel varði hinsvegar vítið frá Dennis Bergkamp og sigurmark United var frægasta mark Ryan Giggs á löngum ferli þegar hann sólaði hálft Arsenal-liðið upp úr skónum og skoraði. Enski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjá meira
Manchester United átti ótrúlegan endasprett gegn Tottenham um helgina þegar liðið lenti 2-0 undir en vann leikinn 5-2. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem liðið tryggir sér sigur með frábærum endaspretti. Breska blaðið Daily Telegraph tók saman tíu eftirminnilega endaspretti sem lið Manchester United hefur átt á síðustu árum, en eins og flestir stuðningsmenn United vita var þetta ekki í fyrsta sinn sem United sallar fimm mörkum í röð á Tottenham eftir að hafa lent undir. Man Utd 2 - Sheffield Wednesday 1 (úrvalsdeildin 1993) John Sheridan kom Wednesday yfir með marki úr vítaspyrnu í síðari hálfleik en varnarjaxlinn Steve Bruce skoraði tvö skallamörk í uppbótartíma og tryggði liðinu sigurinn. Mörk Bruce lögðu grunninn að fyrsta titli United í 26 ár. Man City 2 - Man Utd 3 (úrvalsdeildin 1993) United var slegið út úr Evrópukeppninni af Galatasaray í vikunni áður og lenti 2-0 undir á gamla Maine Road. Það var hinsvegar hinn ótrúlegi Eric Cantona sem fór fyrir liðinu á frábærum endaspretti þar sem harðjaxlinn Roy Keane skoraði sigurmarkið í blálokin. Newcastle 0 - Man Utd 1 (úrvalsdeildin 1996) Newcastle hafði betur fyrsta klukkutímann í æsilegum titilslag á St. James´ Park en Peter Schmeichel varði eins og berserkur í marki United. Það var svo frábært mark frá Eric Cantona sem skoraði sigurmark United og lagði grunninn að hruni Newcastle þetta árið. Juventus 2 - Man Utd 3 (undanúrslit meistaradeildar 1999) Juventus komst snemma í leiknum í 2-0 og þegar Roy Keane fékk að líta gult spjald virtust vonir United um þrennuna renna út í sandinn. Keane skoraði hinsvegar skallamark og þeir Andy Cole og Dwight Yorke tryggðu United glæsilegan sigur og sæti í úrslitunum. Man Utd 2 - Liverpool 1 (4. umferð enska bikarsins 1999) United lenti undir þegar Michael Owen skoraði eftir aðeins þrjár mínútur og virtist vera á leið úr keppni. Dwight Yorke jafnaði hinsvegar þegar tvær mínútur voru eftir og allt leit út fyrir að liðin þyrftu að mætast aftur á Anfield. Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær kláraði leikinn fyrir United í uppbótartíma, níu mínútum eftir að hafa komið inn sem varamaður. United fagnar Evróputitlinum 1999AFP Bayern Munchen 1 - Man Utd 2 (úrslitaleikur meistaradeildar 1999) Þetta var ef til vill besti endasprettur í sögu United, en hann átti sér stað í úrslitaleik meistaradeildarinnar á Nou Camp í Barcelona. Bayern var komið með aðra höndina á Evrópubikarinn eftir mark Mario Basler snemma leiks, en tvö mörk á þremur mínútum í blálokin frá Teddy Sheringham og Ole Gunnar Solskjær tryggðu United sigurinn og þrennuna. Montpellier 0 - Man Utd 2 (evrópukeppni bikarhafa 1991) Franska liðið var betri aðilinn í 1-1 jafntefli liðanna á Old Trafford í fyri leiknum, en Clayton Blackmore og Steve Bruce tryggðu liðinu óvæntan sigur í síðari leiknum í Frakklandi. Tottenham 3 - Man Utd 5 (úrvalsdeildin 2001) United virtist dauðadæmt eftir að hafa lent undir 3-0 á útivelli í fyrri hálfleik, en fimm leikmenn United komust á blað í ótrúlegum síðari hálfleik. Andy Cole, Laurent Blanc, Ruud van Nistelrooy, Juan Sebastian Veron og David Beckham skoruðu allir í síðari hálfleiknum, Porto 0 - Man Utd 1 (meistaradeild 2009) United var ekki sannfærandi í fyrri leik liðanna á Old Trafford og þurfti að gera það sem engu ensku liði hafði tekist í síðari leiknum - vinna útileik gegn Porto. Eitt fallegasta og eftirminnilegasta mark Cristiano Ronaldo tryggði liðinu farseðilinn í undanúrslitin. Arsenal 1 - Man Utd 2 (undanúrslit enska bikarsins 1999) United virtist í vondum málum eftir að Roy Keane var rekinn af velli og til að bæta gráu ofan á svart, gaf Phil Neville Arsenal víti með því að brjóta af sér í lokin. Peter Schmeichel varði hinsvegar vítið frá Dennis Bergkamp og sigurmark United var frægasta mark Ryan Giggs á löngum ferli þegar hann sólaði hálft Arsenal-liðið upp úr skónum og skoraði.
Enski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjá meira