Erlent

Lundúnabúar skattpíndir í kjölfar íslenska bankahrunsins

Myndir: Carl de Souza

Íbúar Westminster í miðborg Lundúna þurfa á næstunni að borga sérstaklega fyrir að láta fjarlægja stóra hluti á borð við sófa eða ísskápa af heimilum heimilum sínum. Þjónustan hefur hingað til verið endurgjaldslaus og hafa íbúar hverfisins átt kost á að láta fjarlægja stóra hluti þrisvar sinnum á ári. Þetta var tekið upp vegna þess að íbúar hverfisins höfðu í auknum mæli tekið upp á að henda rusli út á götur til þess að losna við það.

Nú er hins vegar hart í ári hjá bæjarstjórninni í Westminster sem tapaði 17 milljónum punda þegar íslensku bankarnir féllu í fyrra. Gjaldið sem tekið verður upp nemur 20 pundum og vonast menn til þess að ná inn rúmum 110 þúsund pundum á ári, sem dugar þó væntanlega skammt þegar kemur að því að rétta við fjárhaginn.

Yfirvöld í Westminster hafa því látið sér detta ýmislegt í hug og til stendur að selja gömul götuskilti á eBay og rukka mótorhjólamenn fyrir að leggja hjólum sínum á gangstéttum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×