Íslenski boltinn

Erik Moen: Íslensk félög hafa það betra en þau norsku

Ómar Þorgeirsson skrifar
Frá leik Grindavíkur síðasta sumar.
Frá leik Grindavíkur síðasta sumar. Mynd/Vilhelm

Norðmaðurinn Tor Erik Moen, sem kom til Grindvíkinga frá Haugesund síðasta sumar og spilaði átta leiki í Pepsi-deildinni, upplýsir í viðtali við norska dagblaðið Namdalsavisa að hann sé í viðræðum við félagið um nýjan samning.

Erik Moen fer ekki leynt með ástæðu þess að hann hafi hug á því að spila á Íslandi á ný.

„Ég fer bara til Íslands útaf peningunum. Knattspyrnufélög á Íslandi eru ekkert að berjast í bökkum, heldur eru þau í raun betur sett en knattspyrnufélög í Noregi.

Sjávarútvegurinn dælir peningum í knattspyrnufélögin á Íslandi og það auðveldar þeim rekstur sinn til muna. Leikmennirnir hafa það líka gott og ég er með hærri laun þar en hér í Noregi," segir framherjinn í viðtali við Namdalsavisa.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×