Innlent

Heimilt að taka út séreignasparnaðinn

Frumvarp um útgreiðslu séreignarsparnaðar var samþykkt á Alþingi í dag með 44 samhljóða atkvæðum. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að fólk geti tekið út í áföngum séreignasparnað sinn, að hámarki einni milljón króna.

Samkvæmt frumvarpinu skal fjárhæðin greiðast út með jöfnum mánaðarlegum greiðslum, að frádreginni staðgreiðslu samkvæmt lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, í níu mánuði frá því að beiðni um útgreiðslu er lögð fram hjá vörsluaðila. Útgreiðslutími styttist hlutfallslega ef um lægri fjárhæð en eina milljón króna er að ræða.

Þetta er hugsað til þess að mæta bágri fjárhagsstöðu margra heimila í kjölfar bankahrunsins. Hægt verður að taka út sparnaðinn frá og með næstu mánaðarmótum og fram til fyrsta október 2010.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×