Enski boltinn

Stjóraskipti Reading hafa engin áhrif á stöðu Gunnars Heiðars

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gunnar Heiðar Þorvaldsson.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Mynd/Daníel

Þó svo að Reading hafi í gær rekið Brendan Rogers úr starfi knattspyrnustjóra hefur það engin áhrif á stöðu Gunnars Heiðars Þorvaldssonar hjá félaginu.

Þetta segir Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Gunnars Heiðars, í samtali við Vísi. Danska úrvalsdeilarfélagið Esbjerg hefur samþykkt að lána Gunnar Heiðar til Reading til loka leiktíðarinnar og verður gengið endanlega frá samningum í dag eða á morgun.

Gunnar Heiðar hélt til Englands á mánudaginn en brottvikning Rogers úr starfi hefur vissulega tafið málið aðeins.

„Við höfum meira að segja fengið símtal og við fullvissaðir um að þetta breyti engu," sagði Ólafur.

Ólafur sagði enn fremur að þar sem yfirnjósnari félagsins, Brian McDermott, muni stýra liðinu þar til nýr stjóri verður ráðinn hafi hann litlar áhyggjur. „Hann er sá sem þekkir langbest til Gunnars hjá félaginu," sagði Ólafur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×