Lygasaga í kirkjugarði 4. desember 2009 19:20 Gamli kirkjugarðurinn við Suðurgötu. Mynd/Pjetur Mynd/Pjetur Eigandi leiðsögufyrirtækisins Draugaferða í Reykjavík íhugar nú alvarlega hvort að ferðirnar í Gamla Kirkjugarðinn verði lagðar af vegna harkalegrar gagnrýni Þórs Magnússonar, fyrrverandi þjóðminjavarðar, sem sakar Draugaferðir um að spinna lygasögu um hálfsystur sína. Eigandinn hyggst fara í mál við hann vegna greinarinnar. Það er ekki oft sem menn fara í hár saman út af draugasögu en sú er raunin. Þór Magnússon fyrrverandi þjóðminjavörður sakar leiðsögufyrirtækið Draugaferðir í Morgunblaðinu í dag um að spinna lygasögu um hálfsystur sína til að skemmta ferðamönnum. Þeim er sögð saga af lítilli stúlku sem hét Fríða og var að vestan. Fríða þessi átti að hafa verið misnotuð kynferðislega af stjúpföður sínum, átti erfiða ævi, verið hænd að hröfnum sem ollu meðal annars tveimur bæjarbrunum þar sem stjúpfaðir hennar lét lífið. Skömmu síðar á hún að hafa fundist látin úti á hlaði með molað höfuð og segir sagan að móðir hennar hafi myrt hana. Litla stúlkan átti að hafa gengið aftur og voru því beinin grafin upp, flutt suður og jarðsett í Gamla Kirkjugarðinum. Draugagangan endar svo við leiði stúlku sem heitir Fríða Magnúsdóttir. Sú Fríða var hins vegar hálfsystir Þórs sem lýsir megnustu fyrirlitningu á leiðsögninni, systir hans hafi látist sex ára gömul eftir botnlangakast - alsaklaus af draugagangi og bæjarbrunum. Jónas Freydal eigandi draugaferða vildi ekki veita viðtal en hyggst fara í mál við Þór út af greininni, sem sé full af rangfærslum. Ætlunin hafi ekki verið að særa eða niðurlægja neinn og hann íhugi nú að leggja þessar ferðir niður. Draugasagan hafi byggst á flökkusögu og notast hafi verið við leiðið þar sem það hentaði vel. Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Eigandi leiðsögufyrirtækisins Draugaferða í Reykjavík íhugar nú alvarlega hvort að ferðirnar í Gamla Kirkjugarðinn verði lagðar af vegna harkalegrar gagnrýni Þórs Magnússonar, fyrrverandi þjóðminjavarðar, sem sakar Draugaferðir um að spinna lygasögu um hálfsystur sína. Eigandinn hyggst fara í mál við hann vegna greinarinnar. Það er ekki oft sem menn fara í hár saman út af draugasögu en sú er raunin. Þór Magnússon fyrrverandi þjóðminjavörður sakar leiðsögufyrirtækið Draugaferðir í Morgunblaðinu í dag um að spinna lygasögu um hálfsystur sína til að skemmta ferðamönnum. Þeim er sögð saga af lítilli stúlku sem hét Fríða og var að vestan. Fríða þessi átti að hafa verið misnotuð kynferðislega af stjúpföður sínum, átti erfiða ævi, verið hænd að hröfnum sem ollu meðal annars tveimur bæjarbrunum þar sem stjúpfaðir hennar lét lífið. Skömmu síðar á hún að hafa fundist látin úti á hlaði með molað höfuð og segir sagan að móðir hennar hafi myrt hana. Litla stúlkan átti að hafa gengið aftur og voru því beinin grafin upp, flutt suður og jarðsett í Gamla Kirkjugarðinum. Draugagangan endar svo við leiði stúlku sem heitir Fríða Magnúsdóttir. Sú Fríða var hins vegar hálfsystir Þórs sem lýsir megnustu fyrirlitningu á leiðsögninni, systir hans hafi látist sex ára gömul eftir botnlangakast - alsaklaus af draugagangi og bæjarbrunum. Jónas Freydal eigandi draugaferða vildi ekki veita viðtal en hyggst fara í mál við Þór út af greininni, sem sé full af rangfærslum. Ætlunin hafi ekki verið að særa eða niðurlægja neinn og hann íhugi nú að leggja þessar ferðir niður. Draugasagan hafi byggst á flökkusögu og notast hafi verið við leiðið þar sem það hentaði vel.
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira