Lygasaga í kirkjugarði 4. desember 2009 19:20 Gamli kirkjugarðurinn við Suðurgötu. Mynd/Pjetur Mynd/Pjetur Eigandi leiðsögufyrirtækisins Draugaferða í Reykjavík íhugar nú alvarlega hvort að ferðirnar í Gamla Kirkjugarðinn verði lagðar af vegna harkalegrar gagnrýni Þórs Magnússonar, fyrrverandi þjóðminjavarðar, sem sakar Draugaferðir um að spinna lygasögu um hálfsystur sína. Eigandinn hyggst fara í mál við hann vegna greinarinnar. Það er ekki oft sem menn fara í hár saman út af draugasögu en sú er raunin. Þór Magnússon fyrrverandi þjóðminjavörður sakar leiðsögufyrirtækið Draugaferðir í Morgunblaðinu í dag um að spinna lygasögu um hálfsystur sína til að skemmta ferðamönnum. Þeim er sögð saga af lítilli stúlku sem hét Fríða og var að vestan. Fríða þessi átti að hafa verið misnotuð kynferðislega af stjúpföður sínum, átti erfiða ævi, verið hænd að hröfnum sem ollu meðal annars tveimur bæjarbrunum þar sem stjúpfaðir hennar lét lífið. Skömmu síðar á hún að hafa fundist látin úti á hlaði með molað höfuð og segir sagan að móðir hennar hafi myrt hana. Litla stúlkan átti að hafa gengið aftur og voru því beinin grafin upp, flutt suður og jarðsett í Gamla Kirkjugarðinum. Draugagangan endar svo við leiði stúlku sem heitir Fríða Magnúsdóttir. Sú Fríða var hins vegar hálfsystir Þórs sem lýsir megnustu fyrirlitningu á leiðsögninni, systir hans hafi látist sex ára gömul eftir botnlangakast - alsaklaus af draugagangi og bæjarbrunum. Jónas Freydal eigandi draugaferða vildi ekki veita viðtal en hyggst fara í mál við Þór út af greininni, sem sé full af rangfærslum. Ætlunin hafi ekki verið að særa eða niðurlægja neinn og hann íhugi nú að leggja þessar ferðir niður. Draugasagan hafi byggst á flökkusögu og notast hafi verið við leiðið þar sem það hentaði vel. Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Eigandi leiðsögufyrirtækisins Draugaferða í Reykjavík íhugar nú alvarlega hvort að ferðirnar í Gamla Kirkjugarðinn verði lagðar af vegna harkalegrar gagnrýni Þórs Magnússonar, fyrrverandi þjóðminjavarðar, sem sakar Draugaferðir um að spinna lygasögu um hálfsystur sína. Eigandinn hyggst fara í mál við hann vegna greinarinnar. Það er ekki oft sem menn fara í hár saman út af draugasögu en sú er raunin. Þór Magnússon fyrrverandi þjóðminjavörður sakar leiðsögufyrirtækið Draugaferðir í Morgunblaðinu í dag um að spinna lygasögu um hálfsystur sína til að skemmta ferðamönnum. Þeim er sögð saga af lítilli stúlku sem hét Fríða og var að vestan. Fríða þessi átti að hafa verið misnotuð kynferðislega af stjúpföður sínum, átti erfiða ævi, verið hænd að hröfnum sem ollu meðal annars tveimur bæjarbrunum þar sem stjúpfaðir hennar lét lífið. Skömmu síðar á hún að hafa fundist látin úti á hlaði með molað höfuð og segir sagan að móðir hennar hafi myrt hana. Litla stúlkan átti að hafa gengið aftur og voru því beinin grafin upp, flutt suður og jarðsett í Gamla Kirkjugarðinum. Draugagangan endar svo við leiði stúlku sem heitir Fríða Magnúsdóttir. Sú Fríða var hins vegar hálfsystir Þórs sem lýsir megnustu fyrirlitningu á leiðsögninni, systir hans hafi látist sex ára gömul eftir botnlangakast - alsaklaus af draugagangi og bæjarbrunum. Jónas Freydal eigandi draugaferða vildi ekki veita viðtal en hyggst fara í mál við Þór út af greininni, sem sé full af rangfærslum. Ætlunin hafi ekki verið að særa eða niðurlægja neinn og hann íhugi nú að leggja þessar ferðir niður. Draugasagan hafi byggst á flökkusögu og notast hafi verið við leiðið þar sem það hentaði vel.
Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira