Innlent

Auglýsingar í kringum barnaefni áfram á Stöð 2

Ari Edwald, forstjóri 365.
Ari Edwald, forstjóri 365.
Ari Edwald, forstjóri 365, gerir ráð fyrir að auglýsingar í kringum barnaefni á Stöð 2 verði áfram í óbreyttri mynd. Hann segir að þrátt fyrir að miklu meira sjónvarpsefni fyrir börn sé sýnt á Stöð 2 hafi RÚV birt mun fleiri auglýsingar í kringum barnatímana hjá sér.

Stjórn RÚV samþykkti í gær að engar auglýsingar megi birta í tengslum við barnaefni sem sýnt er þegar líklegt er að börn horfi ein á sjónvarp fyrir klukkan sex á daginn.

Ari segir að málið horfi með öðrum hætti að Stöð 2 sem hafi umgengist auglýsingar á mun ábyrgari hátt en Ríkissjónvarpið. „Í fyrsta lagi höfum verið með miklu minna af auglýsingum í kringum barnaefni heldur en RÚV eins og mælingar hafa sýnt. Munurinn er ennþá meiri þegar horft var til þess það sem menn töldu óæskilegar auglýsingar í kringum barnaefni."

Í leiðbeiningum frá Talsmanni neytenda og Umboðsmanni barna er gerður greinarmunur á opinni og læstri dagskrá, að sögn Ara. Efni selt á DVD-diskum sé flokkað með með læstri dagskrá.

„Við höfum umgengist auglýsingar á miklu ábyrgari hátt en Ríkissjónvarpið hefur verið að gera. Þannig að það er eðlilegt að RÚV dragi úr þrátt fyrir að það snerti framkvæmdina hjá okkur," segir Ari.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×