Lífið

Lést eftir léttvægt höfuðhögg

Natasha Richardson
Natasha Richardson

Leikkonan Natasha Richardson lést af áverkum sem hún fékk eftir léttvægt högg sem hún hlaut á höfði. Læknar staðfestu þetta nú í kvöld en leikkonan slasaðist í skíðabraut fyrir byrjendur í Kanada.

Sjúkraliðar sem komu að Richardson nokkrum mínútum eftir að hún féll í brekkunni á mánudag var snúið við og höfðu því ekki möguleika á að kanna meiðsli hennar. Þetta sagði yfirmaður sjúkarliðsins í Toronto við kanadískt dagblað.

Yves Coderre yfirmaður sjúkraliðsins sagði í gær að sjúkralið hefði verið sent á vettvang eftir að beðið var um aðstoð frá skíðasvæðinu. „Þeir sáu aldrei sjúklinginn, svo þeir snéru við," sagði Yves. Hann vildi þó ekki gefa upp hver hefði sent sjúkraliðana í burtu.

Natasha Richardson er nokkuð þekkt kvikmyndastjarna. Hún hefur meðal annars unnið hin eftirsóttu Tony veðlaun og hefur mikið leikið á sviði. Eiginmaður Natashöu er leikarinn Liam Neeson.






Tengdar fréttir

Natasha Richardson látin

Leikkonan Natasha Richardson lést á sjúkrahúsi í New York í gær eftir að hafa lent í skíðaslysi og hlotið höfuðáverka í Kanada á mánudaginn. Móðir Natösju, leikkonan og Óskarsverðlaunahafinn Vanessa Redgrave, var viðstödd andlát dóttur sinnar og einnig eiginmaðurinn Liam Neeson, en hann er einnig leikari.

Eiginkona Liam Neeson alvarlega slösuð

Leikkonan Natasha Richardsson, eiginkona leikarans Liam Neeson slasaðist á skíðum í nágrenni Montreal. Leikkonan þjáist af alvarlegum höfuðáverkum eftir óhappið. Samstundis og Liam Neeson frétti af slysinu yfirgaf hann upptökustað þar sem kvikmyndin Chloe er mynduð. Hjónin eiga tvo syni Micheal, 13 ára, og Daniel, 12 ára. Natasha fór með hlutverk í kvikmyndunum The Parent Trap, Nell, og The Handmaid's Tale.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.