Enski boltinn

Tal Ben Haim til Sunderland

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tal Ben Haim í leik með Manchester City.
Tal Ben Haim í leik með Manchester City. Nordic Photos / Getty Images
Manchester City hefur samþykkt að lána varnarmanninn Tal Ben Haim til Sunderland til loka tímabilsins.

Hann kom til City frá Chelsea síðastliðið sumar en hefur átt erfitt með að festa sig í sessi í liði City.

Hann hóf feril sinn hjá Bolton en fór svo til Chelsea í júlí árið 2007.

„Við höfum verið fáliðaðir í þessari stöðu og ég er því ánægður að hann kom til okkar. Ég þekki hann vel frá því er hann var hjá Bolton. Hann er reyndur leikmaður og er góð viðbót við leikmannahópinn okkar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×