Innlent

Vill þyngri refsingu yfir föðurnum

Ríkissaksóknari hefur áfrýjað kynferðisbrotadómnum til refsiþyngingar.
Ríkissaksóknari hefur áfrýjað kynferðisbrotadómnum til refsiþyngingar.

Ríkissaksóknari hefur áfrýjað til Hæstaréttar dómi yfir manni, sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn barnungri dóttur sinni. Dómnum er áfrýjað til refsiþyngingar.

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli mannsins, sem gekk 9. febrúar, vakti mikla umræðu. Maðurinn var þá dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að misnota barnunga dóttur sína ítrekað frá árunum 2006 til nóvember 2008. Hún var tveggja ára þegar misnotkunin hófst.

Foreldrar barnsins höfðu verið skjólstæðingar félagsmálayfirvalda allt frá því að það fæddist.

Var haft eftirlit með því hvernig barninu vegnaði vegna þess að báðir foreldrar höfðu átt við mikil vandamál að stríða um margra ára skeið. Þar kom að sálfræðingur var fenginn til að meta forsjárhæfni þeirra. Niðurstaða hans var sú að hann taldi stefnuleysi, geðsjúkdóma og ýmsa andlega bresti einkennandi; hugsun þeirra væri of óskýr og dómgreind slök varðandi barnið. Barnaverndarnefnd höfðaði því mál í febrúar 2007 til að svipta foreldrana forsjá yfir litlu stúlkunni. Dómstólar fóru fram á foreldrahæfnismat. Á þeim tíma var faðirinn kominn með forræðið yfir stúlkunni og mat sálfræðingur hann hæfan.

Barnaverndaryfirvöld hættu þá við að krefjast forræðissviptingar. - jss






Fleiri fréttir

Sjá meira


×