Steingrímur í Istanbúl: Búinn að skrifa undir pólska lánið 4. október 2009 13:23 Steingrímur J. Sigfússon Í dag var undirritaður í Istanbul í Tyrklandi lánssamningur milli Póllands og Íslands. Samkvæmt samningnum lánar pólska ríkið íslenska ríkinu 630 milljónir pólskra slota (zloty, PLN) sem er jafnvirði u.þ.b. 200 milljóna Bandaríkjadala. Undir samninginn skrifuðu Jan Vincent-Rostowski, fjármálaráðherra, fyrir hönd Póllands og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, fyrir hönd Íslands. Þetta kemur fram í sameiginlegri fréttatilkynningu frá fjármálaráðuneytum Íslands og Póllands. „Lánið frá Póllandi er viðbót við lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) til Íslands, sem nemur 2,1 milljarði Bandaríkjadala, og er veitt til stuðnings við efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda sem stofnað var til í samstarfi við AGS í þeim tilgangi að koma á jafnvægi í íslenskum efnahagsmálum eftir fjármálakreppuna sem skall yfir haustið 2008. Lánsféð mun efla lausafjárstöðu Íslendinga í erlendum gjaldeyri. Lánveitingin felur í þátttöku Póllands í viðleitni alþjóðasamfélagsins til þess að sigrast á alþjóðafjármálakreppunni. Lánið sem er til 12 ára, með fimm ára afborgunarlausum tíma, leggur Íslandi til fjármögnun til langs tíma og sýnir um leið samstöðu Pólverja með Íslendingum og staðfastan stuðning þeirra við Ísland í þeim erfiðleikum í efnahags- og fjármálum sem nú er við að glíma. Lánið verður borgað út í þremur jöfnum hlutagreiðslum sem eru tengdar annarri, þriðju og fjórðu endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands með AGS, og er hver greiðsla háð því að viðkomandi endurskoðun hafi verið samþykkt. Lánið verður veitt og borgað út í pólskum slotum (PLN). Samhliða útborgun lánsfjárins mun pólska fjármálaráðuneytið gefa út pólsk ríkisskuldabréf í fjórum tilgreindum skuldabréfaflokkum í sömu fjárhæð og útborgun lánsins nemur hverju sinni. Lántakandi skuldbindur sig samkvæmt lánssamningnum til þess að verja útborguðu lánsfé til kaupa á hinum tilgreindu pólsku ríkisskuldabréfum. Greiðsluferlarnir samkvæmt lánssamningnum munu samsvara vaxtagreiðslu- og endurgreiðsluferlum hinna tilgreindu pólsku ríkiskuldabréfa. Hreinn kostnaður lántakanda mun þar af leiðandi eingöngu verða vaxtaálag sem greiða skal samtímis vaxtagreiðslum af pólsku ríkisskuldabréfunum. Vaxtaálagið verður 2% á ári fram til 31. desember 2015 en 1.3% á ári þar eftir. Lánið verður endurgreitt með fjórum afborgunum á lokagjalddögum hinna tilgreindu pólsku ríkisskuldabréfa í október 2015, 2017 og 2019 og í september 2022. Pólsku ríkisskuldabréfin sem íslenska ríkið eignast samkvæmt lánssamningnum munu styðja við gjaldeyrisforða Íslands. Þar sem lánsféð verður varðveitt í völdum pólskum ríkisskuldabréfum í pólskum slotum (PLN) með endurgreiðslu- og vaxtagreiðsluferlum sem samsvara greiðsluferlum lánssamningsins er bæði vaxtaáhættu og gjaldmiðlaáhættu þar með eytt" segir í tilkynningunni. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira
Í dag var undirritaður í Istanbul í Tyrklandi lánssamningur milli Póllands og Íslands. Samkvæmt samningnum lánar pólska ríkið íslenska ríkinu 630 milljónir pólskra slota (zloty, PLN) sem er jafnvirði u.þ.b. 200 milljóna Bandaríkjadala. Undir samninginn skrifuðu Jan Vincent-Rostowski, fjármálaráðherra, fyrir hönd Póllands og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, fyrir hönd Íslands. Þetta kemur fram í sameiginlegri fréttatilkynningu frá fjármálaráðuneytum Íslands og Póllands. „Lánið frá Póllandi er viðbót við lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) til Íslands, sem nemur 2,1 milljarði Bandaríkjadala, og er veitt til stuðnings við efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda sem stofnað var til í samstarfi við AGS í þeim tilgangi að koma á jafnvægi í íslenskum efnahagsmálum eftir fjármálakreppuna sem skall yfir haustið 2008. Lánsféð mun efla lausafjárstöðu Íslendinga í erlendum gjaldeyri. Lánveitingin felur í þátttöku Póllands í viðleitni alþjóðasamfélagsins til þess að sigrast á alþjóðafjármálakreppunni. Lánið sem er til 12 ára, með fimm ára afborgunarlausum tíma, leggur Íslandi til fjármögnun til langs tíma og sýnir um leið samstöðu Pólverja með Íslendingum og staðfastan stuðning þeirra við Ísland í þeim erfiðleikum í efnahags- og fjármálum sem nú er við að glíma. Lánið verður borgað út í þremur jöfnum hlutagreiðslum sem eru tengdar annarri, þriðju og fjórðu endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands með AGS, og er hver greiðsla háð því að viðkomandi endurskoðun hafi verið samþykkt. Lánið verður veitt og borgað út í pólskum slotum (PLN). Samhliða útborgun lánsfjárins mun pólska fjármálaráðuneytið gefa út pólsk ríkisskuldabréf í fjórum tilgreindum skuldabréfaflokkum í sömu fjárhæð og útborgun lánsins nemur hverju sinni. Lántakandi skuldbindur sig samkvæmt lánssamningnum til þess að verja útborguðu lánsfé til kaupa á hinum tilgreindu pólsku ríkisskuldabréfum. Greiðsluferlarnir samkvæmt lánssamningnum munu samsvara vaxtagreiðslu- og endurgreiðsluferlum hinna tilgreindu pólsku ríkiskuldabréfa. Hreinn kostnaður lántakanda mun þar af leiðandi eingöngu verða vaxtaálag sem greiða skal samtímis vaxtagreiðslum af pólsku ríkisskuldabréfunum. Vaxtaálagið verður 2% á ári fram til 31. desember 2015 en 1.3% á ári þar eftir. Lánið verður endurgreitt með fjórum afborgunum á lokagjalddögum hinna tilgreindu pólsku ríkisskuldabréfa í október 2015, 2017 og 2019 og í september 2022. Pólsku ríkisskuldabréfin sem íslenska ríkið eignast samkvæmt lánssamningnum munu styðja við gjaldeyrisforða Íslands. Þar sem lánsféð verður varðveitt í völdum pólskum ríkisskuldabréfum í pólskum slotum (PLN) með endurgreiðslu- og vaxtagreiðsluferlum sem samsvara greiðsluferlum lánssamningsins er bæði vaxtaáhættu og gjaldmiðlaáhættu þar með eytt" segir í tilkynningunni.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira