Innlent

Björgólfur vissi af risastyrknum

Andri Ólafsson skrifar

Risastyrkur Landsbankans upp á tuttugu og fimm milljónir króna til Sjálfstæðisflokksins árið 2006 var gefinn með vitund Björgólfs Guðmundssonar annars aðaleiganda bankans á þeim tíma. Þetta segir Sigurjón Árnason fyrrverandi bankastjóri.

30 milljón króna styrkur Landsbankans til Sjálfstæðisflokksins í árið 2006 hefur verið harðlega gagrýndur undanfarna daga og vikur. Fyrrverandi formaður hefur axlað ábyrgð á styrknum Framkvæmdastjórinn lét af störfum og nýr formaður segir að styrkurinn verði endurgreiddur.

Ekkert hefur hins vegar heyrst frá Sigurjóni, manninum sem tók ákvörðun um að veita sjálfstæðisflokknum þennan umdeilda styrk.

Sigurjón vildi ekki veita fréttastofu viðtal en í samtali við fréttamann á tröppunum heima hjá sér sagði hann að styrkveitingin til Sjálfstæðisflokksins hefði verið borin undir þáverandi formann bankaráðs; Björgólf Guðmundsson. Styrkurinn hefði verið veittur með vitund hans og vilja.

Aðspurður afhverju þessi ákvörðun hefði ekki verið rædd í bankaráðinu sagði hann að það hefði einfaldlega ekki tíðkast að ræða slíka styrki þar.

Aðspurður sagði hann ekki halda að Kjartan Gunnarsson hafi vitað af styrkjunum.

Sigurjón segist ekki vilja veita viðtal vegna málsins vegna þess að það sé innanflokksmál sjálfstæðisflokksins eins og hann kallaði það.

Það er kannski kaldhæðnislegt að aðalmennirnir í stóra stykjamálinu Sigurjón Árnason sem tók ákvörun um að veita styrkinn og Geir Haarde sem tók ákvörðun um að veita honum viðtöku búa í kallfæri við hvorn annan í Granaskjóli í Vesturbænum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×