Erlent

Bandaríkjamenn fitna í kreppunni

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Rúmlega 40 prósent vinnandi fólks í Bandaríkjunum hafa þyngst þrátt fyrir lækkandi laun og versnandi efnahagsástand. Þetta sýnir ný könnun vinnumiðlunar nokkurrar en könnunin náði til tæplega 4.500 manns sem enn eru í fullu starfi. Skýringin er sú að fólk freistast til að neyta sælgætis og ýmiss konar óhollustu milli mála og segja margir ástæðuna vera áhyggjur og ótta við hugsanlega uppsögn og atvinnumissi. Fjórðungur þeirra sem könnunin náði til hefur þyngst um meira en fimm kílógrömm undanfarna mánuði og um sjötti hluti þeirra hefur bætt á sig meira en tíu kílóum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×