Sport

Vill sjá meira af sundkroppunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þýska afrekssundkonan Britta Steffen.
Þýska afrekssundkonan Britta Steffen. Mynd/GettyImages

Þýska afrekssundkonan Britta Steffen segist vilja sjá meira skinn hjá sundfólki en raunin er í dag. Hún vil meina að sundfólkið hafi ekkert að fela og að sundið eigi að snúast um getu sundmanna en ekki búnað þeirra.

„Að mínu mati er það bara ánægjulegt þegar sundfólkið sýnir flotta kroppa sína. Í dag sést varla í skinnið hjá fyrir einhverjum sundbúningum og það þykir mér miður," sagði Steffen við þýska blaðið der Welt.

Steffan, sem vann tvö gull á síðustu Ólympíuleikum í 50 og 100 metra skriðsundi, vill að Alþjóðasundsambandið taki á vandamálinu og gefi út strangari reglur um notkun sundgallanna. Hún sjálf vann reyndar bæði gullin í umræddum sundbúningum.

„Sundið má ekki verða eins og formúlan þar sem að allt snýst um að vera með rétta búnaðinn. Í sundinu á það að vera líkamsstyrkurinn og form sundfólksins sem á ráða úrslitum," sagði Steffen í sama viðtali.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×