Innlent

Sjö af hverjum tíu ríkisstofnunum stjórnað af körlum

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Meirihluta ráðuneyta í öllum ráðuneytum er stýrt af körlum.
Meirihluta ráðuneyta í öllum ráðuneytum er stýrt af körlum. Mynd/Pjetur
Meira en tvöfalt fleiri karlar en konur veita opinberum stofnunum forstöðu undir ellefu ráðuneytum ríkisstjórnarinnar. Þetta hefur komið fram í svörum ráðherra við fyrirspurn Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, undanfarna daga.

Þórunn spurði alla ráðherra um kynjahlutfall stjórnenda opinberra stofnana sem heyra undir viðkomandi ráðuneyti. Nú hafa öll ráðuneyti svarað nema samgönguráðuneytið.

Undir þessi ellefu ráðuneyti heyra alls 201 stofnun. Af þeim eru 141 undir stjórn karla, en aðeins sextíu undir stjórn kvenna. Karlmenn stjórna því rúmlega sjö af hverjum tíu ríkisstofnunum.

Konur eru ekki í meirihluta í neinu ráðuneytanna, þó félagsmálaráðuneytið komist því næst. Þar eru átta karlar í forsvari fyrir stofnanir ráðuneytisins, en konur sjö.

Langmest kynjamisvægi er að finna í umhverfisráðuneytinu, en þar er ellefu af tólf stofnunum stýrt af körlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×