Innlent

Ríkisstjórnin verður að forða fyrirtækjum frá gjaldþroti

Framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna segir að stjórnvöld verði að grípa strax til aðgerða til forða fyrirtækjum í landinu frá gjaldþroti. Hann segir ástandið vera skelfilegt.

Seðlabankinn hækkaði stýrivexti sína í 18 prósent í lok októbermánaðar á síðast ári. Vaxtabyrðin hefur haft gríðarlega neikvæð áhrif rekstur fyrirtækja í landinu og óljóst hversu lengi þau geta staðið undir slíkri byrði.

,,Ástandið er skelfilegt. Það er svo gott sem enginn aðgangur að lánsfé. Vextir eru þeir hæstu í hinum vestræna heimi og krónan er alltof veik. Hún verður styrkjast," sagði Knútur Sigmarsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna aðspurður um ástandið.

Samkvæmt spá Creditinfo á Íslandi verða 3.500 fyrirtæki í landinu gjaldþrota á næstu 12 mánuðum.

En telur Knútur líklegt að þessi spá rætist? ,,Já ég sé ekki ástæðu til annars. Þess vegna hljótum við að krefjast þess af ríkisstjórninni að hún fari að koma með miklu fleiri spil. Hún verður að fara sýna þau spil sem hún er með á hendi og hvað hún kemur til með að gera."

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, sagði að fyrirtæki þoli ekki ástandið mikið lengur. ,,Þetta er bara skelfilegt ástand. En við verðum enga að síður að vona að stjórnvöld geri eitthvað í málunum. Við verðum að fara líta fram á veginn, það fer að vora. Ef það verður gripið strax til aðgerða að þá verðum við að vona það besta."












Fleiri fréttir

Sjá meira


×