Jafnt í grannaslagnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. febrúar 2009 15:31 Shola Ameobi skorar úr vítaspyrnunni. Nordic Photos / Getty Images Newcastle og Sunderland skildu í dag jöfn, 1-1, í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Djibril Cisse kom Sunderland yfir í fyrri hálfleik en Shola Ameobi jafnaði metin fyrir heimamenn í síðari hálfleik. Leikurinn var nokkuð fjörugur og var mikið um færi en bæði lið þurftu á endanum að sætta sig á skiptan hlut. Joe Kinnear gerði fjórar breytingar á sínu liði en það er mikið um meiðsli í herbúðum Newcastle. Nicky Butt, Shola Ameobi og Jonas Gutierrez voru allir í byrjunarliðinu á nýjan leik og þá fór Kevin Nolan beint í byrjunarliðið en hann kom fra´Bolton í vikunni. Tvær breytingar voru gerðar á liði Sunderland frá síðasta leik. Carlos Edwards og Kieran Richardson komu inn fyrir Teemu Tainio og Andy Reid. Sunderland fékk fyrsta almennilega færið í leiknum er Richardson á skot í slá beint úr aukaspyrnu. Hann ætlaði hins vegar vafalaust að koma með fyrirgjöf en boltinn fór fram hjá öllum í teignum og hafnaði í stönginni. Kenwyne Jones náði frákastinu og skaut að marki en Nolan bjargaði á línu. Stuttu síðar átti Newcastle skot í rammann. Fyrirgjöfin kom frá Jose Enrique og sóknarmaðurinn Andy Carroll átti skalla í slá. Steven Taylor átti svo sendingu á Ameobi eftir góðan sprett en sá síðarnefndi fór illa með gott færi er hann þrumaði knettinum yfir markið. Steve Harper stóð í marki Sunderland í fjarveru Shay Given sem er væntanlega á leið til Newcastle. Hann var vel á verði er Djibril Cisse átti skot að marki en hann kom engum vörnum við nokkrum mínútum síðar. Varnarmaðurinn Fabricio Coloccini gerði sig sekan um að spila Cisse réttstæðan er sendingin kom frá Dean Whitehead. Cisse brást ekki bogalistin og skoraði einn gegn Harper. Heimamenn vildu fá vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks en ekkert var dæmt. Þeir vildu meina að Anton Ferdinand hefði brotið á Damien Duff. En stundarfjórðungi síðar féll annar leikmaður Newcastle í teignum hjá Sunderland og í þetta sinn dæmdi Howard Webb dómari vítaspyrnu. Steed Malbranque var dæmdur brotlegur eftir viðskipti sín við Steven Taylor en það var Ameobi sem skoraði úr spyrnunni og jafnaði metin fyrir Newcastle. Ameobi fékk svo gott tækifæri að skora öðru sinni eftir fyrirgjöf Damien Duff en skaut beint á Marton Fulop í marki Sunderland. Varamaðurinn Michael Chopra, fyrrum leikmaður Newcastle, komst svo einn í gegnum vörn sinna gömlu félaga en í stað þess að reyna að skora sjálfur gaf hann boltann á Jones sem missti af honum. Illa farið með gott færi. Bæði lið fengu svo sín færi á lokamínútunum en tókst ekki að skora. Niðurstaðan því 1-1 jafntefli. Sunderland er í þrettánda sæti með 27 stig en Newcastle í því fimmtánda með 24. Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Sjá meira
Newcastle og Sunderland skildu í dag jöfn, 1-1, í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Djibril Cisse kom Sunderland yfir í fyrri hálfleik en Shola Ameobi jafnaði metin fyrir heimamenn í síðari hálfleik. Leikurinn var nokkuð fjörugur og var mikið um færi en bæði lið þurftu á endanum að sætta sig á skiptan hlut. Joe Kinnear gerði fjórar breytingar á sínu liði en það er mikið um meiðsli í herbúðum Newcastle. Nicky Butt, Shola Ameobi og Jonas Gutierrez voru allir í byrjunarliðinu á nýjan leik og þá fór Kevin Nolan beint í byrjunarliðið en hann kom fra´Bolton í vikunni. Tvær breytingar voru gerðar á liði Sunderland frá síðasta leik. Carlos Edwards og Kieran Richardson komu inn fyrir Teemu Tainio og Andy Reid. Sunderland fékk fyrsta almennilega færið í leiknum er Richardson á skot í slá beint úr aukaspyrnu. Hann ætlaði hins vegar vafalaust að koma með fyrirgjöf en boltinn fór fram hjá öllum í teignum og hafnaði í stönginni. Kenwyne Jones náði frákastinu og skaut að marki en Nolan bjargaði á línu. Stuttu síðar átti Newcastle skot í rammann. Fyrirgjöfin kom frá Jose Enrique og sóknarmaðurinn Andy Carroll átti skalla í slá. Steven Taylor átti svo sendingu á Ameobi eftir góðan sprett en sá síðarnefndi fór illa með gott færi er hann þrumaði knettinum yfir markið. Steve Harper stóð í marki Sunderland í fjarveru Shay Given sem er væntanlega á leið til Newcastle. Hann var vel á verði er Djibril Cisse átti skot að marki en hann kom engum vörnum við nokkrum mínútum síðar. Varnarmaðurinn Fabricio Coloccini gerði sig sekan um að spila Cisse réttstæðan er sendingin kom frá Dean Whitehead. Cisse brást ekki bogalistin og skoraði einn gegn Harper. Heimamenn vildu fá vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks en ekkert var dæmt. Þeir vildu meina að Anton Ferdinand hefði brotið á Damien Duff. En stundarfjórðungi síðar féll annar leikmaður Newcastle í teignum hjá Sunderland og í þetta sinn dæmdi Howard Webb dómari vítaspyrnu. Steed Malbranque var dæmdur brotlegur eftir viðskipti sín við Steven Taylor en það var Ameobi sem skoraði úr spyrnunni og jafnaði metin fyrir Newcastle. Ameobi fékk svo gott tækifæri að skora öðru sinni eftir fyrirgjöf Damien Duff en skaut beint á Marton Fulop í marki Sunderland. Varamaðurinn Michael Chopra, fyrrum leikmaður Newcastle, komst svo einn í gegnum vörn sinna gömlu félaga en í stað þess að reyna að skora sjálfur gaf hann boltann á Jones sem missti af honum. Illa farið með gott færi. Bæði lið fengu svo sín færi á lokamínútunum en tókst ekki að skora. Niðurstaðan því 1-1 jafntefli. Sunderland er í þrettánda sæti með 27 stig en Newcastle í því fimmtánda með 24.
Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Sjá meira