Innlent

Sniglarnir: Hafna ásökunum þingkonu

Sniglarnir eru ekki pólitískir að eigin sögn.
Sniglarnir eru ekki pólitískir að eigin sögn.

„Sniglar taka enga pólitíska afstöðu og flokkspólitík kemur okkur ekkert við," segir formaður Sniglanna Ólafur Ingi Hrólfsson, sem vísar ásökunum Helgu Sigrúnar Harðardóttur, þingkonu Framsóknarflokksins, alfarið á bug.

Á heimasíðu sinni sakar þingkonan Sniglana um að hafa látið misnota sig í pólitískum tilgangi og að hún hafi orðið fyrir skipulögðum árásum vélhjólasamtaka vegna greinar sem hún ritaði fyrir tveimur árum um umferðaröryggi vélhjólamanna.

„Það hryggir mig að hún skuli vera á þessari skoðun," segir Ólafur Ingi en hann segir að greinin sem hún ritaði fyrir tveimur árum síðan hafi verið ósmekkleg að hans mati, það skipti þó litlum sköpum, Sniglarnir hafi ekki beitt sér sérstaklega gegn Helgu Sigrúnu í prófkjöri Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi.

„Það er bara sorglegt þegar fólk tjáir sig með þessum hætti," segir Ólafur að lokum en bætir við að Sniglarnir einbeiti sér núna frekar að 25 ára afmæli samtakanna sem verða haldinn 1. apríl næstkomandi.






Tengdar fréttir

Þingkona sakar vélhjólasamtök um skipulagðar árásir

Þingkona Framsóknarflokksins, Helga Sigrún Harðardóttir, sakar Sniglanna meðal annars um að hafa látið misnota sig í annarlegum tilgangi á heimasíðu sinni. Hún hefur takmarkað aðgang að athugasemdarkerfinu vegna þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×