Innlent

Eyjamenn óhressir með Baldur

Breiðafjarðarferjan Baldur, sem leysir Vestmannaeyjaferjuna Herjólf af hólmi á meðan hún er í slipp, fór frá Eyjum í morgun samkvæmt áætlun, en Baldur fór enga ferð í gær og aðeins fyrri ferðina í fyrradag. Það stafar af því að ölduhæð var yfir þrír og hálfur metri, en Siglingastofnun viðurkennir ekki að ferjan sigli í meiri ölduhæð. Hún var innan marka í morgun. Almenningur og atvinnurekendur í Eyjum eru óhressir með að ekki skuli hafa verið fengin öflugri ferja frá útlöndum til að hlaupa í skarðið.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×