Enski boltinn

Slakað á kröfum um félagaskipti fyrir lokun í dag

Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa gefið það út að frestur til að ganga frá félagaskiptum sem renna átti út klukkan 17 í dag hafi verið framlengdur með ákveðnum skilyrðum.

Félagaskiptaglugginn mun lokast klukkan 17 í dag eins og gert var ráð fyrir, en vegna veðurskilyrða og þungrar færðar á Englandi hefur verið ákveðið að slaka nokkuð á kröfum.

Þannig verður aðeins þeim félagaskiptum hleypt í gegn sem hafa verið samþykkt af báðum aðilum fyrir klukkan 17 og frágangi leyft að dragast fram yfir tilsettan tíma ef sannað þykir að ófærð eða slæmt veður sé ástæða seinkunarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×