Innlent

Grunnlaun hjá félögum SFR hækkuðu um 5%

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Árni Stefán Jónsson formaður SFR. MYND/Völundur Jónsson
Árni Stefán Jónsson formaður SFR. MYND/Völundur Jónsson
Grunnlaun félaga í SFR hækkuðu að meðaltali um 6% á á milli áranna 2008 og 2009 og heildarlaun um 5%. Meðalgrunnlaun SFR félaga í febrúar 2009 voru um 266 þúsund krónur og heildarlaun um 320 þúsund krónur.

Í fréttatilkynningu frá SFR vegna launakönnunarinnar segir að athyglisvert sé að sjá það að lægstu laun hækki meira á milli ára í prósentum talið en hærri launin. Þetta skýrist meðal annars af því að samningsbundin launahækkun á síðasta ári hafi verið í formi fastrar krónutöluhækkunar sem hafi komið hlutfallslega betur út fyrir lægri launin. Einnig megi merkja það í könnuninni að um síðustu áramót hafi þegar verið farið að skerða laun með ýmsum hætti sem sjáist meðal annars á því að laun 5% launahæstu félagsmanna hafi lækkað að meðaltali um 2% á milli ára hvort sem litið sé á grunn- eða heildarlaun.

Segir jafnframt í fréttatilkynningunni frá SFR að miðað við þessa niðurstöðu verði að huga sérstaklega að þeirri kröfu ríkisins að lækka heildarlaun þeirra sem séu með yfir 400 þúsund í laun á mánuði. Það verði að tryggja það að laun sama hóps verði ekki lækkuð endurtekið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×