Erlent

Styðja aukin umsvif í Afganistan með skilyrðum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Hermenn á vígvelli í Afganistan.
Hermenn á vígvelli í Afganistan.

Bandarískur almenningur styður almennt aukin hernaðarumsvif Bandaríkjanna í Afganistan, svo lengi sem megintilgangur þeirra umsvifa sé að berjast gegn hryðjuverkum. Hins vegar eru þeir Bandaríkjamenn, sem Reuters-fréttastofan ræddi við, mótfallnir því að gerð sé einhver tilraun til að breyta afgönsku samfélagi og að bandarískir hermenn dvelji þar lengur en þörf sé á. Fimmtíu og þrjú prósent Bandaríkjamanna styðja þá ákvörðun Baracks Obama að senda 17.000 hermenn í viðbót til Afganistan en 38 prósent eru því mótfallin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×