Innlent

Handtekinn við innbrot í bílskúr

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í annarlegu ástandi upp úr miðnætti, eftir að hann hafði reynt að brjótast inn í bílskúr í Kópavogi. Til hans sást og var lögreglu gert viðvart. Hann var ekki viðræðuhæfur og gistir því fangageymslur þar til víman rennur af honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×