Lífið

Officera klúbburinn blæs til veislu með Sálinni

Stefán Hilmarsson og félagar verða í Officeraklúbbnum um páskana. Mynd/ Valgarður.
Stefán Hilmarsson og félagar verða í Officeraklúbbnum um páskana. Mynd/ Valgarður.
Officera klúbburinn á Keflavíkurflugvelli blæs til stórveislu um páskana þegar ein vinsælasta ballhljómsveit landsins, Sálin hans Jóns míns, spilar í klúbbnum. Sálin hefur verið í miðsvetrarfríi síðustu mánuði en þeir ætla nú að telja í og taka nettan túr um landið með viðkomu í Bítlabænum. Það verður á miðnætti sjálfan páskadag sem Jens Hansson og félagar ætla að blása í lúðra, lemja á húðir, slá á strengi og þenja raddbönd. Dj Atli, skemmtanalögga í Reykjanesbæ, hitar upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.