Innlent

Icesave gæti orðið að lögum á morgun

Frá Alþingi. Mynd/GVA
Frá Alþingi. Mynd/GVA
Icesave ríkisábyrgðin gæti orðið að lögum frá Alþingi á morgun. Það skýrist þó ekki fyrr en að loknum fundi Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, með formönnum þingflokka eftir hádegi en þar á að freista þess að ná samkomulagi um afgreiðslu þessa umdeilda máls.

Önnur umræða um Icesave samninginn stendur nú yfir og eru 14 þingmenn á mælendaskrá. Þeir gætu allir verið búnir að tala síðdegis og er þá líklegt að atkvæði verði greidd og málinu vísað til þriðju umræðu og yfirferðar í fjárlaganefnd. Hún gæti orðið stutt og málið komi til lokaatkvæðagreiðslu á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×