Erlent

Vilja hefja friðarviðræður

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels.
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels. MYND/AP
Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, ræddu saman símleiðis í gær að frumkvæði Abbas. Þetta var fyrsta samtal leiðtoganna frá því að Netanyahu tók við sem forsætisráðherra 31. mars. Talsamaður forsætisráðherrans segir að um vinalegt símtal hafi verið ræða.

Fram kom í samtali leiðtoganna að ríkur vilji er til staðar til að hefja friðarviðræður að nýju.

Hvorki Netanyahu né ríkisstjórn hans hefur hins vegar lýst yfir stuðningi við stofnun sjálfstæðs palestínsks ríkis en það er og hefur verið aðalkrafa Palestínumanna.

Í kosningabaráttunni fyrir þingkosningarnar í febrúar sagðist Netanyahu vilja semja við Palestínumenn en sagði jafnframt of snemmt væri að ræða um stofnun sjálfstæðs ríkis. Hann vildi miklu frekar bjóða Palestínumönnum það sem hann kallaði efnahagslegt sjálfstæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×