Innlent

Illugi sigraði

Illugi hreppti fyrsta sætið.
Illugi hreppti fyrsta sætið.
Illugi hreppti efsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, en lokatölur liggja fyrir.

Röðun efstu frambjóðenda helst óbreytt frá því sem var fyrr í kvöld, en Erla Ósk Ásgeirsdóttir skaust upp í áttunda sætið og Þórlindur Kjartansson hafnaði í því níunda. Þá skaust Jórunn Frímannsdóttir upp í það ellefta en Gréta Ingþórsdóttir hafnaði í því tólfta.

Alls voru 7.492 atkvæði gild í prófkjörinu af þeim 7.855 atkvæðum sem greidd voru. Niðurstaðan fyrir 12 efstu sætin er sem hér segir:

  1. Illugi Gunnarsson
  2. Guðlaugur Þór Þórðarson
  3. Pétur H. Blöndal
  4. Ólöf Nordal
  5. Sigurður Kári Kristjánsson
  6. Birgir Ármannsson
  7. Ásta Möller
  8. Erla Ósk Ásgeirsdóttir
  9. Þórlindur Kjartansson
  10. Sigríður Andersen
  11. Jórunn Frímannsdóttir
  12. Gréta Ingþórsdóttir





Fleiri fréttir

Sjá meira


×