Enski boltinn

Clattenburg að snúa aftur?

NordicPhotos/GettyImages

Enski knattspyrnudómarinn Mark Clattenburg gæti átt afturkvæmt í enska boltan eftir allt saman.

Clattenburg var rekinn í síðasta mánuði vegna vandamála í einkalífinu sem viðkomu fjármálum hans og vegna meintra hótana hans í garð viðskiptafélaga.

Dómarinn, sem almennt er talinn einn af þeim bestu á Englandi, áfrýjaði brottrekstrinum og nú hefur bann hans verið stytt niður í átta mánuði eftir því sem fram kemur í Daily Mail í dag.

Clattenburg átti að dæma leikinn um góðgerðaskjöldinn í ágúst sl. en var tekinn af leiknum á síðustu stundu. Bann hans gildir frá 6. ágúst og því gæti hann þess vegna byrjað aftur að dæma í apríl. Það yrði þó væntanlega í neðri deildum á Englandi til að byrja með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×