Innlent

Mjög skýr skilaboð

Andrés Pétursson
Andrés Pétursson

„Við erum í sjöunda himni. Þetta eru mjög skýr skilaboð frá kjósendum um hvað þeir vilja gera," segir Andrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna.

Samfylkingin hafi fengið góða kosningu og hinn evrópusinnaði Framsóknarflokkur sömuleiðis. Þá sé ljóst að evrópusinnaðir sjálfstæðismenn hafi kosið þá flokka sem settu Evrópusambandsaðild á dagskrá.

Andrés metur stöðuna í þjóðmálunum þannig að það sé ábyrgðarhluti að leita ekki allra leiða til að sjá hvaða aðgerðir geti hjálpað Íslandi í þeim þrengingum sem uppi eru.

Um framhaldið spáir hann að stjórnarflokkarnir geti náð saman þrátt fyrir ólíkar áherslur í málaflokknum. „Ég held að Vinstri græn geti samþykkt að fara í viðræður án þess að brjóta eigin prinsipp því um leið og þau hafa sagst vera á móti telja þau að þjóðin eigi að ráða."

- bþs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×