Innlent

Metuppskera hjá kartöflubændum í Hornafirði

Hjalti kartöflubóndi og starfsfólk hans. Mynd/www.rikivatnajokuls.is.
Hjalti kartöflubóndi og starfsfólk hans. Mynd/www.rikivatnajokuls.is.
Kartöflubændur í Hornafirði hafa ástæðu til að brosa breitt þessa dagana þegar þeir taka upp úr kartöflugörðum sínum því uppskeran er afar góð, að fram kemur á vefsíðunni Ríki Vatnajökuls sem er frétta og upplýsingavefur Hornafjarðar.

Þar er rætt við Hjalta Egilsson, kartöflubónda á Seljavöllum. „Ég hef aldrei fengið svona mikla og góða uppskeru.“

Hjalti segir uppskeruna vera miklu meira en hann hefði nokkurn tíma fengið en magn útsæðis hjá honum var það sama og í fyrra eða 22 hektarar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×