Lífið

Yoko Ono verðlaunuð

Yoko með verðlaunin sem hún fékk frá tónlistartímaritinu Mojo.
Nordicphotos/getty
Yoko með verðlaunin sem hún fékk frá tónlistartímaritinu Mojo. Nordicphotos/getty

Yoko Ono, ekkja Johns Lennon, var heiðruð fyrir æviframlag sitt til tónlistarheimsins af breska tímaritinu Mojo. Þetta eru fyrstu tónlistarverðlaunin sem hún hlýtur á ferli sínum. Yoko, sem hefur hingað til verið gagnrýnd fyrir að hafa valdið því að Bítlarnir hættu, þakkaði Mojo fyrir hugrekki sitt. Á 41 ári hefur hún gefið út 24 plötur, bæði ein og með Lennon.

„Mér fannst frábært að koma upp á svið og fá svona hlýjar móttökur. Ég átti ekki von á því," sagði hún. Spurð hvað eiginmanni hennar hefði fundist um þetta sagði hún: „Hann hefði sagt: „Ég sagði ykkur þetta"."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.