Innlent

Alvarlegt slys á Reykjanesbraut

Alvarlegt  umferðarslys varð á Reykjanesbraut skammt sunnan við álverið í Straumsvík laust fyrir klukkan átta í morgun, þegar bíll valt þar út af veginum og hafnaði á hvolfi. Tveir voru í bílnum og voru þeir fastir í honum eftir veltuna og annar þeirra mikið slasaður. Vel gekk að ná fólkinu út og var öllum gatnamótum lokað á leiðinni svo sjúkrabílar kæmust án tafar á slysadeild Landspítalans. Ekki þurfti að loka brautinni vegna þessa en verulega hægði á umferð. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir en lögregla rannsakar málið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×