Lífið

Háskólinn á Bifröst brautskráði nemendur í dag

Afburðanemendurnir Guðmundur Jónsson, Kolfinna Jóhannsdóttir og Stefán Sveinbjörnsson fagna áfanganum.
Afburðanemendurnir Guðmundur Jónsson, Kolfinna Jóhannsdóttir og Stefán Sveinbjörnsson fagna áfanganum.

Sjötíu og tveir nemendur brautskráðust frá Háskólanum á Bifröst í dag. Við athöfnina var flutt tónlist og verðlaun veitt fyrir góðan námsárangur. Guðmundur Jónsson hlaut verðlaun, frá lögmannsstofunni Logos, fyrir besta námsárangur í meistaranámi í lögum. Kolfinna Jóhannsdóttir hlaut verðlaun fyrir besta námsárangur meistaranema við skólann en einnig var hún með hæstu einkunn fyrir lokaritgerð. Stefán Sveinbjörnsson hlaut SÍS verðlaunin fyrir besta námsárangur í grunnnámi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.