Innlent

Geir getur komið í veg fyrir minnihlutastjórn

Geir Haarde forsætisráðherra gengur á fund forseta Íslands klukkan fjögur í dag. Á þeim fundi getur hann lagt það til við forsetann að hann rjúfi þing. Það kemur í veg fyrir myndun minnihlutastjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna sem samið hefur verið um eins og fréttastofa greindi frá hér á Vísi í morgun. Verði þing rofið munu kosningar fara fram innan fárra vikna en ekki í maí eins og sjálfstæðismenn hafa lagt til.

Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur segist muna eftir því að slíkar aðstæður hafi komið upp einu sinni frá stofnun lýðveldisins Íslands. Það hafi verið árið 1974. Þá hafi vinstri stjórn sprungið þegar samtök Frjálslyndra og vinstrimanna gengu út úr stjórninni. Þá hafi verið í umræðunni að mynda annarskonar stjórn en Ólafur Jóhannesson, þáverandi forsætisráðherra, hafi rofið þing áður en úr því varð.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×