Enski boltinn

Given leið illa í herbúðum Newcastle

NordicPhotos/GettyImages

Írski markvörðurinn Shay Given skilur við stuðningsmenn Newcastle með söknuði en er að öðru leyti feginn að losna frá félaginu.

Given samdi á dögunum við Manchester City eftir tólf ára veru hjá Newcastle. "Ég vil þakka stuðningsmönnum Newcastle fyrir þennan tíma, þeir voru ótrúlegir. Mig langaði að breyta til og vonandi vinna titla með Manchester City," sagði Given í samtali við Sky.

Given segir að 5-1 tapleikurinn gegn Liverpool á heimavelli um jólin hafi verið ömurlegasta augnablik ferils síns til þessa.

"Síðasta hálfa árið hjá félaginu hefur verið mjög erfitt og Liverpool leikurinn var ein ömurlegasta stund mín á ferlinum. Eftir þennan leik leið mér þannig að mér hefði verið sama þó ég hefði aldrei snert fótbolta aftur," sagði Given.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×