Lífið

Stefán bakaði köku ársins

Stefán Hrafn Sigfússon tekur við viðurkenningu frá Jóa Fel.
Stefán Hrafn Sigfússon tekur við viðurkenningu frá Jóa Fel.

Stefán Hrafn Sigfússon, bakari hjá Mosfellsbakaríi, bakaði köku ársins 2009. Landssamband bakarameistara stendur bakvið þessa árlegu keppni sem fór fram í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi. Í fréttatilkynningu frá Landssambandi bakarameistara kemur fram að fjöldi þátttakenda hafi aldrei verið meiri, en kaka Stefáns hafi þótt skara fram úr þeim 18 kökum sem sendar voru til keppni.

„Það er mikill áhugi meðal bakara á þessari keppni," segir bakarameistarinn Jóhannes Felixsson, eða betur þekktur sem Jói Fel, sem einnig er formaður Landssambands bakarameistara „Þessi mikla þátttaka sýnir að bakarar eru ákveðnir í því að gefast ekki upp þrátt fyrir slæmt árferði," segir Jói.

Sigurkakan var samsett úr súkkulaði-möndlubotnum og súkkulaðimús. Hún er með Nóakroppi og bláberjum á milli laga og hjúpuð dökku súkkulaði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.