Enski boltinn

Micah Richards yfirheyrður vegna líkamsárásar á aðfangadag

NordicPhotos/GettyImages

Varnarmaðurinn Micah Richards hjá Manchester City var yfirheyrður af lögreglu í gær í tengslum við líkamsárás á aðfangadag. Þetta kemur fram í breskum miðlum í dag.

Richards var sleppt eftir yfirheyrslu og neitar sök í málinu, en það snýst um árás á 18 ára pilt fyrir utan næturklúbb í borginni.

Í yfirlýsingu frá Manchester City kemur fram að Richards hafi verið boðaður í yfirheyrslu, en í tilkynningu frá lögreglunni í Manchester segir að tvítugur maður hafi verið handtekinn vegna málsins og sé laus gegn tryggingu til 8. apríl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×