Enski boltinn

Keane í viðræðum við Tottenham

Keane hefur ekki gagnast Liverpool mikið í áhorfendastúkunni
Keane hefur ekki gagnast Liverpool mikið í áhorfendastúkunni AFP

Liverpool hefur staðfest að framherjanum Robbie Keane hafi verið gefið leyfi til að hefja viðræður við sitt gamla félag Tottenham.

Keane mun vera á leið til fundar við forráðamenn Tottenham með það fyrir augum að ganga frá málum fyrir lokun félagaskiptagluggans seinni partinn í dag.

Keane var keyptur til Liverpool frá Tottenham fyrir ríflega 18 milljónir punda í sumar en hefur alls ekki náð að slá í gegn með þeim rauðu. Hann horfði síðast á sína menn vinna Chelsea úr stúkunni í gær.

Nokkrir breskir fjölmiðlar ganga svo langt að segja að félögin hafi komið sér saman um 15 milljón punda kaupverð á írska landsliðsmanninum, en það kemur væntanlega í ljós í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×